Pólverjar löghlýðnustu menn á Íslandi

Alþjóðahúsið við Hverfisgötu
Alþjóðahúsið við Hverfisgötu mbl.is/Sverrir

Hlutfallslega fleiri Íslendingar voru ákærðir fyrir glæpi árið 2006 en Pólverjar sem búsettir eru hér á landi. Ef í fjölda ákærðra er deilt með fjölda þeirra sem skráðir eru búsettir hér árið 2006 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands, er hlutfall ákærðra lægst hjá Pólverjum.

Erlendir ríkisborrgarar sem ákærðir eru fyrir glæpi eru sumir ferðamenn og því má ætla að hlutfall ákræðra með erlendan ríkisborgararétt sem búsettir eru hérlendis sé enn lægra.

Formaður samtaka Pólverja á Íslandi Witek Bogdanski telur hægt að rekja fordóma til fjölmiðla. Formaður blaðamannafélagsins er ósammála því. Einar Skúlason í Alþjóðahúsi segir alltaf mesta fordóma gagnvart þeim hópi innflytjenda sem mest er áberandi hverju sinni. Amal Tamimi telur stéttaskiptingu í viðhorfum til útlendinga eftir því hvort föðurlönd þeirra eru rík eða fátæk.

mbl.is

Bloggað um fréttina