Sæfari lagstur við bryggju

Starfsmaður Slippsins gengur um borð í Sæfara í Akureyrarhöfn nú …
Starfsmaður Slippsins gengur um borð í Sæfara í Akureyrarhöfn nú síðdegis. mbl.is/Skapti

Nýja Grímseyjarferjan Sæfari lagðist við bryggju á athafnasvæði Slippsins Akureyri ehf. eftir tveggja sólarhringa siglingu frá Hafnarfirði. Ferðin tók lengri tíma en áætlað var vegna vélarbilunar og slæms veðurs.

 Skipið fór frá Hafnarfirði síðdegis á laugardag en lokið verður við endurbætur á skipinu á Akureyri áður en það hefur áætlunarsiglingar á milli Grímseyjar og lands í vor.

mbl.is

Bloggað um fréttina