Kasparov: Fischer fyrirmynd heillar kynslóðar skákmanna

Bobby Fischer.
Bobby Fischer. mbl.is/Golli

Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, segist harma mjög fráfall Bobby Fischer.

„Hann var vissulega mjög umdeildur maður en framlag hans til skáklistarinnar var einstakt, það er það sem við minnumst núna. Þegar ég var ungur strákur að tefla á áttunda áratugnum fylgdist ég eins og margir aðrir með sigrum Fischers. Ég man enn hrifninguna sem við fundum fyrir þegar hann vann 1972 í Reykjavík."

Kasparov segir Fischer hafa verið fyrirmynd heillar kynslóðar skákmanna, hann segist sjálfur hafa gleypt í sig bók kappans, My 60 Memorable Games.

Nánar verður rætt við Kasparov í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert