„Mozart skáklistarinnar“

Bobby Fischer við komua til Íslands 2005.
Bobby Fischer við komua til Íslands 2005. mbl.is/Sverrir
Fjallað var um andlát Bobbys Fischers hjá helstu fréttastofum og fjölmiðlum um allan heim, ferill hans rakinn, lýst síðustu árunum á Íslandi og vitnað í ummæli þekktra skákmanna um snilld meistarans. Hann hafi snemma á ferlinum verið kallaður „Mozart skáklistarinnar“. The New York Times birti grein á vefsíðu sinni þar sem honum var lýst sem umdeildum snillingi er ekki fór troðnar slóðir og „var einn af mestu skákmönnum sögunnar“.

Fischer hefði með því að sigra Borís Spasskí með einstaklega glæsilegum hætti árið 1972 í Reykjavík heppnast að sýna Bandaríkjamönnum fram á að skák gæti verið æsispennandi, eins og einvígi þar sem barist væri upp á líf og dauða.

Blaðið bætti við að Fischer hefði hins vegar ekki þolað að vera lengi í sviðsljósinu og dregið sig inn í skel og undir lokin hefði hann hatað Bandaríkin.

Margir fjölmiðlar minntu á erfiða æsku hans, móðir hans hefði verið gyðingur en sonurinn fyllst gyðingahatri, þrátt fyrir upprunann. Mæðginin hefðu þó haldið sambandi þar til móðirin lést 1997.

Herald Sun, víðlesnasta blað Ástralíu, segir á vefsíðu sinni að Fischer hafi verið afar umdeildur og rifjar m.a. upp hatursfull ummæli hans um Bandaríkin og gyðinga. Einnig er minnt á þá skoðun hans að fjölmiðlar gerðu í því að sverta hann og draga upp ranga mynd af honum. Hann hafi kvartað undan þessu í útvarpsviðtali á Filippseyjum en þar mun Fischer hafa eignast dóttur með filippseyskri konu.

„Þeir stagast alltaf á orðunum furðulegur, furðulegur, furðulegur, undarlegur. Ég er leiðinlegur, leiðinlegur!“ sagði Fischer.

„Brjálaður skáksnillingur látinn“ var fyrirsögnin á vefsíðu Politiken í Danmörku. Þar segir að Fischer hafi oft verið talinn meðal bestu skákmanna allra tíma en erfið lund hans og hegðun hafi oft hindrað frama hans. Rifjað er upp að hann hafi búið í Kaliforníu í lok sjöunda áratugarins og þar hafi áhugi hans á ritum um gyðingahatur vaxið. Hann hafi lesið Mein Kampf Hitlers og jafnvel haft mynd af nasistaleiðtoganum yfir rúminu sínu. Blaðið segir að þegar stórmeistarinn Larry Evans spurði hann af hverju hann dáði Hitler hefði svarið verið: „Af því að hann þröngvaði vilja sínum upp á heiminn.“

Á vefsíðu breska blaðsins The Guardian var ítarleg grein um Fischer eftir þekktan, breskan skákmann, Leonard Barden, sem þekkti meistarann allvel. Hann segir frá því að faðir Fischers, eðlisfræðingurinn Hans-Gerhardt Fischer, hafi verið af þýskum uppruna og móðirin, Regina Fischer, var af þýsk-bandarískum ættum. Hún var afar vinstrisinnuð og mikill friðarsinni en sjálfur studdi Fischer Richard Nixon í forsetakosningunum 1972. En Barden segir vísbendingar fyrir hendi um að Fischer hafi verið rangfeðraður, raunverulegi faðirinn hafi verið Ungverjinn Paul Nemenyi sem móðirin hitti eftir að hún var skilin við Hans-Gerhardt-Fischer. Nemenyi var einnig eðlisfræðingur og vann að smíði kveikjubúnaðar fyrstu kjarnorkusprengjunnar sem sprengd var 1945.

Barden lýsir því er Fischer var gestur á heimili Bardens í Bretlandi 1960. Hann hafi haft feiknarlega matarlyst og klárað allt ætilegt úr ísskáp móður Bardens. „Við tefldum fimm mínútna hraðskák og þó að ég væri þá breskur meistari í hraðskák slátraði hann mér gersamlega. „Þú ert bara breskur aumingi,“ sagði hann stríðnislega. Augu Fischers, sem sátu djúpt, stórar hendurnar og fingur sem minntu á klær, höfðu mikil áhrif á mann, jafnvel dáleiðandi áhrif,“ segir Barden.

Innlent »

Starfsmannaleigur fái vottun

Í gær, 23:19 Þær starfsmannaleigur sem eru með allt sitt í lagi gætu á næstunni fengið vottun hjá Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandinu. Meira »

3,2 milljarðar gengu ekki út

Í gær, 23:00 Enginn var með allar tölur réttar í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru tæpir 3,2 milljarðar króna.  Meira »

Oddný hætt í Þingvallanefnd

Í gær, 22:13 Oddný G. Harðardóttir situr ekki lengur í Þingvallanefnd og hefur varamaður hennar, Guðmundur Andri Thorsson, tekið sæti Samfylkingarinnar í nefndinni. Oddný var ein þriggja nefndarmanna sem studdu ráðningu Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur í starf þjóðgarðsvarðar Þingvalla. Meira »

Dæmdur fyrir hatursorðræðu

Í gær, 21:55 Sema Erla Serdar fagnar því að Héraðsdómur Suðurlands hafi dæmt mann sekan um hatursorðræðu vegna ummæla sem hann lét falla á athugasemdakerfi DV í júlí 2016: „Vona að Sema Erla Serðir farist í næstu hryðjuverkaárás skítmenna af hennar tagi(múslimaskítmenna)“. Meira »

Jólageitin mætt undir ströngu eftirliti

Í gær, 21:12 Sænska jólageitin er mætt fyrir utan verslunina IKEA stærri og dýrari en nokkru sinni fyrr. Geitin, sem vegur um sjö til átta tonn, var hífð upp með krana í dag. Líkt og í fyrra verður geitin undir ströngu eftirliti svo að brennuvargar geri sér ekki að leik að kveikja í henni. Meira »

Leiðakerfi WOW stækkað um 15%

Í gær, 20:14 Flugfélagið WOW air ætlar að stækka leiðarkerfi sitt um 15% á næsta ári. Auka á tíðni flugferða til stærstu áfangastaða félagsins í Bandaríkjunum vegna eftirspurnar Indverja þegar WOW hefur flug til Delí á Indlandi. Meira »

Stór hópur mun græða fleiri ár

Í gær, 20:01 „Mér líst mjög vel á þetta,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi um breytingar á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Nái frumvarpið fram að ganga verður hægt að veita einstaklingum upplýsingar um lífshættulegt ástand þeirra Meira »

Auðnutittlingur frá Akureyri til Skagen

Í gær, 19:44 Auðnutittlingur, sem Sverrir Thorstensen merkti á Akureyri 2. janúar síðastliðinn, endurheimtist í Skagen á norðurodda Jótlands á sunnudag. Meira »

Léttlestir og rafvagnar til umræðu

Í gær, 19:33 Fulltrúi frá franska samgöngulausnafyrirtækinu Alstom ræddi á fundi um Borgarlínu í dag. Fyrirtækið hannar kerfi bæði fyrir rafdrifna strætisvagna og léttlestir en það var fransk íslenska viðskiptaráðið sem stóð fyrir fundinum og hann sóttu m.a. fulltrúar frá sveitastjórnum á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Kallaði fram í fyrir ráðherra: „Þvæla!“

Í gær, 19:29 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sem áður gegndi sama embætti, tókust á um stöðu yfirmanns fiskeldissviðs Hafrannsóknastofnunar í fyrirspurnatíma á Alþingi. Meira »

Repja knýi allan flotann

Í gær, 19:28 Skinney – Þinganes fékk verðlaun á Umhverfisdegi atvinnulífsins í dag fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin og veitti Gunnar Ásgeirsson stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess þeim viðtöku. Meira »

Líf kviknar í kvöld

Í gær, 19:22 Í kvöld hefst ný þáttasería í Sjónvarpi Símans, nýjir þættir sem unnir eru út frá bókinni Kviknar eftir Andreu Eyland. Þættirnir fjalla um alla þætti fæðinga. Andrea mætti í Magasínið ásamt Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur leikstjóra þáttanna, sem verða sex samtals. Meira »

Flestir mæla með Fjarðarkaupum

Í gær, 19:04 Viðskiptavinir Fjarðarkaupa eru líklegri til þess að mæla með þjónustu Fjarðarkaupa en viðskiptavinir annarra fyrirtækja á Íslandi samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunnar MMR á meðmælavísitölu 85 þjónustufyrirtækja á einstaklingsmarkaði. Meira »

Ósamræmi í umferð hernaðartækja

Í gær, 18:56 Stjórn Flugmálafélags Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem talað er um ósamræmi Reykjavíkurborgar gagnvart umferð hernaðartækja um sveitarfélagið. Meira »

Köttur heimsfrægur starfsmaður

Í gær, 18:41 Kötturinn Pál er í fullu starfi sem músavörður á Fosshóteli á Hellnum á Snæfellsnesi. Köttur þessi er afar félagslyndur og talar mörg tungumál og dregur að gesti frá öllum heimshornum. Meira »

Markmiðið er 40/60 kynjaskipting

Í gær, 18:40 Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar verður haldin þann 31. október næstkomandi en markmiðið er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Meira »

Miða út frá hópnum sem vill vita

Í gær, 18:32 „Þetta snýst um svarið við spurningunni: hvað gerirðu ef þú veist að manneskja er í lífshættu? Svarið ætti alltaf að vera: ég geri allt sem ég get til að bjarga henni. Út frá þeim punkti vinnum við þetta frumvarp“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Meira »

Lögbannskröfu á Tekjur.is hafnað

Í gær, 18:30 Lögbannskröfu Ingvars Smára Birgissonar á vefinn Tekjur.is var hafnað af sýslumanni. Í synjunarbréfi sýslumanns, sem mbl.is hefur undir höndum, er fallist á að brotið sé gegn lögvörðum rétti gerðarbeiðanda. Ingvar Smári hyggst leita réttar síns fyrir dómstólum. Meira »

Lögregla hafi beitt ólögmætum aðferðum

Í gær, 18:28 Verjendur tveggja manna sem eru ákærðir í gagnaversmálinu krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi vegna þess að réttindi ákærða hafi ekki verið virt og að rannsakendur hafi beitt ólögmætum aðferðum til að afla sér upplýsinga við rannsóknina. Meira »
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Heimili í borginni ...Eyjasol ehf.
3ja herb. íbúðir í austurborginni. Gisting fyrir 4-6. Lausir dagar. Góð gisting ...