Fischer grafinn á Þingvöllum?

Bobby Fischer.
Bobby Fischer. mbl.is/Sverrir

Hugmyndir eru um það í stuðningshópi Bobby Fischers, að hann verði jarðsettur í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum við hlið Jónasar Hallgrímssonar og Einars Benediktssonar. Fréttablaðið hefur þetta eftir Einari S. Einarssyni, einum úr hópnum, í dag en þetta kom einnig fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.

Kristján Valur Ingólfsson, Þingvallaprestur, segir við blaðið að málið þyrfti fyrst að fara til umfjöllunar hjá Þingvallanefnd og síðan hjá Alþingi ef af þessu ætti að verða. Hann segir að sér þætti ekki líklegt, að Fischer hefði sjálfur viljað liggja á Þingvöllum.

mbl.is