Fischer jarðsettur í kyrrþey

Gröf Bobbys Fischers í Laugardælakirkjugarði.
Gröf Bobbys Fischers í Laugardælakirkjugarði. mbl.is/Guðmundur Karl

Útför skákmeistarans Bobby Fischers fór fram í morgun í kyrrþey samkvæmt ósk hans. Garðar Sverrisson, vinur Fischers, staðfesti þetta í dag en hann var viðstaddur útförina. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fór útförin fram í Laugardælakirkjugarði í Flóahreppi skammt frá Selfossi.

Miyoko Watai, unnusta Fischers, var viðstödd útförina en hún kom til landsins seint í gærkvöldi frá Japan. Séra Jakob Roland, prestur kaþólskra í Reykjavík, jarðsöng.

Einar S. Einarsson, sem hefur farið fyrir stuðningsmannahópi Fischers, var ekki viðstaddur útförina. Hann staðfesti hins vegar að auk Watai hefðu mágur Fischers komið til landsins frá Bandaríkjunum í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina