Ekkert óeðlilegt við fatakaupin

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson. mbl.is/Brynjar Gauti

Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir að ekkert óeðlilegt hafi verið við kaup á fatnaði sem komu til í tengslum við borgarstjórnarkosningar 2006.

„Í fyrsta lagi var því haldið fram að við hefðum keypt föt á kostnað flokksins og síðan hefur auðvitað komið í ljós að þetta er allt saman alrangt. Efstu frambjóðendur fengu styrktaraðila til þess að hjálpa sér með fatakaup fyrir kosningabaráttuna eins og upplýst hefur verið að tíðkist hjá öðrum flokkum, einhverjum öðrum flokkum, og í einhverjum öðrum kosningum, allt í samræmi við reglur flokksins og samþykkt í kosningastjórn. Ég vil ekkert meira um það segja. Það er ekkert óeðlilegt við þetta.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »