Fischer vildi kaþólska útför

Gröf Bobbys Fischers í Laugardælakirkjugarði.
Gröf Bobbys Fischers í Laugardælakirkjugarði. mbl.is/Guðmundur Karl

Jakob Rolland, prestur kaþólska safnaðarins í Reykjavík, segir að Bobby Fischer hafi óskað eftir að verða jarðsunginn að kaþólskum sið og við því hafi verið orðið. Rolland segir við AFP fréttastofuna, að hann viti ekki hvort Fischer hefði gengið í kaþólskan söfnuð.

„Það útilokar hins vegar ekki að hann hafi gert það," segir Rolland.

Útför Fischers fór fram í gærmorgun í Laugardælakirkju og er gröf Fischers þar í kirkjugarðinum. Fram kom í viðtölum við Kristinn Ágúst Friðfinnsson, sóknarprest, að hann var ekki látinn vita af útförinni og það kom honum á óvart að ný gröf hafði verið tekin í garðinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina