Segir sjálfstæðismenn hafa átt í viðræðum við VG

Ólafur F. Magnússon á borgarstjórnarfundi í dag.
Ólafur F. Magnússon á borgarstjórnarfundi í dag. Árvakur/Kristinn

Ólafur F. Magnússon, nýr borgarstjóri, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins að sjálfstæðismenn hefðu staðfest við sig að þeir hafi verið í alvöru þreifingum við Vinstri græna frá því meirihluti fjögurra flokka var myndaður í október.

Ólafur fullyrti á þriðjudag að Svandísi Svavarsdóttur hefði verið boðin staða borgarstjóra færi hún í meirihlutasamstarf með sjálfstæðismönnum. Svandís segir við 24 stundir  í dag að þetta sé ósatt. „Þetta var sagt við mig fyrst eftir að nýr meirihluti tók við í haust. En það er ósatt að það hafi verið einhverjar samræður í gangi á síðustu dögum og vikum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert