Ekki síðan í Gúttó

Sá sögulegi atburður átti sér stað í gær að stöðva þurfti borgarstjórnarfund vegna óláta fundargesta sem fjölmennt höfðu á palla Ráðhúss Reykjavíkur til að mótmæla myndun nýs meirihluta sjálfstæðismanna og F-lista í Reykjavík. Ekki síðan í Gúttóslagnum árið 1932 hefur borgarstjórnarfundur leyst upp með þessum hætti vegna óláta. Að sögn skipuleggjenda, sem voru ungliðahreyfingar núverandi minnihlutaflokka, voru hátt í þúsund mótmælendur samankomnir í og við Ráðhúsið um hádegisbilið í gær.

Í 122. grein almennra hegningarlaga segir að „raski nokkur fundarfriði á lögboðnum samkomum um opinber málefni með háreysti eða uppivöðslu, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum.“ Í samþykktum borgarstjórnar Reykjavíkur segir að raski áheyrandi á borgarstjórnarfundi fundarfriði geti forseti látið vísa honum út.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert