Vill fá stokk frá Kringlumýrarbraut að Rauðarárstíg

Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.
Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. mbl.is/Árni Sæberg

Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi sagði á fundi sjálfstæðismanna um borgarmál að mislæg gatnamót á mörkum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar fælu í sér að það yrði byggður stokkur sem lægi frá gatnamótum Kringlumýrarbrautar að Rauðarárstíg og annar stokkur sem lægi frá Miklubraut að gatnamótum við Bústaðaveg. Kostnaður við þessa framkvæmd yrði á bilinu 11-12 milljarðar.

Gísli Marteinn sagði að þessi lausn fæli ekki í sér ein mislæg gatnamót heldur væri með henni verið að leysa umferðateppu á mörkum Miklubrautar og Lönguhlíðar. Þetta myndi leysa svifryksmengun sem þarna væri.

Gísli Marteinn sagði að eitt af því sem skildi nýja meirihlutann frá þeim gamla væri að nýi meirihlutinn viðurkenndi þá staðreynd að flestir kysu að nota einkabílinn til að komast á milli staða. Meirihlutinn vildi greiða fyrir umferð. Eftir sem áður yrði að hlúa að öðrum kostum eins og almenningssamgöngum og umferð hjólandi fólks. Þeir sem vildu komast á milli staða án þess að nota einkabílinn yrðu að hafa valkosti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »