Sekt fyrir hélaðar rúður

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir, að nokkuð beri á því að ökumenn hirði ekki um að skafa af bílrúðum og hafi lögreglumenn haft afskipti af allmörgum ökumönnum vegna slíks,  m.a. við grunnskóla en þar megi lítið út af bregða í skammdeginu.

Biður lögreglan ökumenn að taka sig á og skafa af bílrúðum en með því sé öryggi allra betur tryggt.

Allt að 5 þúsund króna sekt liggur við broti af þessu tagi.
mbl.is

Bloggað um fréttina