REI-málið stærsta fréttamálið á síðasta ári

REY-málið var stærsta fréttamál síðasta árs að mati landsmanna.
REY-málið var stærsta fréttamál síðasta árs að mati landsmanna. Árvakur/G. Rúnar

Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Gallup Capacent gerði fyrir Creditinfo Ísland, telur almenningur að stærsta fjölmiðlamál ársins 2007 hafi verið REI málið svokallaða og þar á eftir borgarstjóraskiptin í Reykjavík. 

Sögðust 18,2% þeirra sem tóku afstöðu telja REI málið stærsta fjölmiðlamál ársins og næst á eftir 15,9% sem töldu borgarstjóraskiptin í október stærsta málið.
 

Alþingiskosningarnar  flokkast sem stærsta fjölmiðlamál ársins 2007 að magni til því á kosningavikunum í apríl og maí birtust 3857 fréttir og blaðagreinar um kosningarnar og íslensk stjórnmál.  Til samanburðar voru fluttar 1.022 fréttir um Reykjavík Energy Invest allt árið í fyrra og þar af tengdust 76% af þeirri umfjöllun hinu svo kallaða REI málið.
 
 
Í þriðja sæti mældist Baugsmálið en 6,1% aðspurðra taldi það stærsta mál ársins í fyrra. Í samskonar könnun á síðasta ári töldu ríflega 37% þeirra sem tóku afstöðu að Baugsmálið væri stærsta fjölmiðlamálið ársins 2006. 
 
Á eftir Baugsmálinu mælast loks aþingiskosningarnar og þar á eftir  Lúkasarmálið  svokallaða sem 2,4% almennings taldi stærsta málið.   Allt í allt birtu fjölmiðlar á landsvísu 63 fréttir af Lúkasarmálinu en Fjölmiðlavakt Creditinfo vaktaði ekki bloggsíður um það mál.
 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert