Starfsmenn HB Granda fengu uppsagnarbréf í gær

HB Grandi á Akranesi.
HB Grandi á Akranesi.

Starfsmenn landvinnslu HB Granda á Akranesi fengu seint í gærkvöldi send heim til sín uppsagnarbréf. Þetta kemur fram á heimasíðu Verkalýðsfélags Akraness. Bæjarstjórn Akraness, Alþýðusamband Íslands og Verkalýðsfélag Akraness höfðu áður hvatt fyrirtækið til að fresta uppsögnunum.

Um er að ræða 66 starfsmenn en áformað er að endurráða 20.

Verkalýðsfélag Akraness hefur lýst þeirri skoðun, að HB Grandi hafi brotið lög um hópuppsagnir með með uppsögnunum og boðað málaferli. Fram kemur á heimasíðu félagsins, að formaður þess hafi verið í sambandi við ASÍ í morgun og væntanlega mun Alþýðusambandið sjá um að reka málið fyrir dómstólum fyrir hönd verkalýðsfélagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert