Sögulegt lágmark Framsóknarflokksins

Fylgi Framsóknarflokksins er í sögulegu lágmarki.
Fylgi Framsóknarflokksins er í sögulegu lágmarki.

Fylgi Framsóknarflokksins er í sögulegu lágmarki samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup. Flokkurinn mælist með 7,6% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafa bætt við sig fylgi frá síðustu könnun og rúmlega 41% sem þátt tóku styðja Sjálfstæðisflokkinn og 31% Samfylkinguna.

Samkvæmt kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins stendur fylgi Vinstri grænna í stað og mælist  15% en ríflega 4% styðja Frjálslynda flokkinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina