Mbl.is á afmæli í dag

Tíu ár eru í dag frá því að Fréttavefur Morgunblaðsins hóf göngu sína.
Engan óraði fyrir hinum gríðarmiklu vinsældum sem mbl.is hefur átt að fagna, þegar vefurinn var opnaður fyrir sléttum áratug. Sumir höfðu meira að segja efasemdir um að fréttaveita á internetinu ætti framtíð fyrir sér yfirhöfuð.

Á fyrsta sólarhringnum mældust sjö þúsund síðuflettingar, en þær eru nú orðnar rúmlega tvær og hálf milljón á dag – 18 milljónir flettinga á viku.

Um tuttugu starfsmenn – blaðamenn, tæknimenn og sjónvarpsfólk – standa á bak við fréttaveitu mbl.is, auk þess sterka baklands sem vefurinn hefur í fjölmennu starfsliði annarra miðla Árvakurs.

Gríðarleg aðsókn að síðum mbl.is endurspeglar hversu notendavænn hann þykir vera og hve breytingar - sem gerðar hafa verið í gegnum tíðina - hafa fallið notendum vel í geð.

Reynt hefur verið að koma til móts við óskir lesenda eins og hægt er – og hefur vefurinn og þjónustan vaxið, þróast og batnað þannig að nú finna flestir þar eitthvað við sitt hæfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert