Guja og Vár en ekki Curver

gídeón, Ellín, Vár, Guja, Júlírós, Þeba, Æsir, Svani, Róman, Hnikarr, Bambi, Úddi og Vápni uppfylla að mati mannanafnanefndar ákvæði laga um mannanöfn og hafa verið samþykkt.

Listamaðurinn Birgir Örn Thoroddsen fékk hins vegar ekki að taka upp nafnið Curver. Hann mun þó nota það hér eftir sem hingað til og sagði sérkennilegt að til væri opinber nefnd sem bannaði fullorðnum manni að skipta um nafn.

Slíkar háðsglósur voru kveikjan að því að Baldur Sigurðsson dósent í KHÍ fór að velta fyrir sér úrskurðum mannanafnanefndar síðustu þrjú árin, þann tíma sem hann hefur setið í nefndinni.

Baldur segir mannanafnalögin, sem unnið sé eftir, frjálslynd og að þau leyfi allt mögulegt hvað innihald varðar. Er kemur að útliti og formi nafnanna séu þau hins vegar „svolítið íhaldssöm“. Nöfnin þurfi að samræmast íslenskri tungu málfræðilega og standast íslenskar ritreglur. „Það er jafnan á þeirri hlið sem nöfnin falla.“

Á síðustu þremur árum hefur verið sótt um 250 eiginnöfn til mannanafnanefndar og af þeim hafa um 60% verið samþykkt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert