Skólahald fellur niður á Egilsstöðum og víðar

Frá Egilsstöðum í morgun
Frá Egilsstöðum í morgun Árvakur/Steinunn

Veðurhæð var talsverð í nótt og snemma í morgun á Fljótsdalshéraði, en nú er þar rólegheitaveður og uppstytta og hefur verið frá hálfníu. Menn búast þó við að það sé aðeins lognið á undan storminum og hefur skólahald verið fellt niður í 1. og 2. bekk Grunnskólans Egilsstöðum og Eiðum og í Fellaskóla, vegna slæmrar veðurspár.

Bílar eru víða fastir í krapaelg á vegum á Fljótsdalshéraði. T.d. tókst nokkrum starfsmönnum Fljótsdalsstöðvar Kárahnjúkavirkjunar ekki að komast frá Egilsstöðum til vinnu inn í Fljótsdal í morgun og eitthvað um að bílar séu fastir á leiðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert