Fólk hvatt til að hreinsa vel frá niðurföllum

Sjóvá Forvarnahúsið vill því beina þeim tilmælum til fólks að hreinsa vel frá niðurföllum og athuga sérstaklega niðurföll af svölum, en von er á asahláku og miklum vatnselg í vonskuveðrinu sem von er á síðdegis.

Fram kemur í tilkynningu frá Sjóvá Forvarnarhúsi að ekki sé óalgengt að vatn flæði inn í íbúðir við þessar aðstæður, vegna þess að niðurföll voru stífluð.

Einnig þarf að sýna sérstaka varkárni í akstri í svona aðstæðum, fylgjast vel með fréttum af færð og ekki fara af stað á vanbúnum bílum.

mbl.is

Bloggað um fréttina