Flugvél á leið í hafið

Tveggja hreyfla Cessna-flugvél með dautt á báðum hreyflum er nú í nauðum stödd um 60 sjómílur vestur af landinu og fyrirséð að hún muni lenda í sjónum. Einn maður er um borð.

Neyðarkall barst frá vélinni á fjórða tímanum í dag og tilkynnti flugmaðurinn að drepist hefði á öðrum hreyflinum og hann ætti í erfiðleikum með að flytja eldsneyti á milli tanka.

Skömmu seinna barst frá honum tilkynning um að einnig hefði drepist á hinum hreyflinum og vélin svifi í um sjö þúsund feta hæð.

Landhelgisgæslan hefur sent þyrlu til móts við vélina.

mbl.is