Leitað að flugvélinni

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF Gná
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF Gná Af vef Landhelgisgæslunnar

Leit stendur yfir um 50 sjómílur vestur af Reykjanesi að tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 310 sem fór þar í hafið um 50 sjómílur vestur af Keflavík eftir að hafa misst báða hreyflana um klukkan 16 í dag. Einn maður var um borð.  Landhelgisgæslan sendi þyrlu til móts við vélina.

Dönsk flugvél, sem var fyrst á vettvang þar sem talið er að Cessna-vélin hafi farið í hafið, tekur einnig þátt í leitinni.

Fiskibátar eru á leitarsvæðinu og varðskip og björgunarbátar eru á leið á slysstað. Önnur þyrla frá Landhelgisgæslunni er á leið á leitarsvæðið auk Fokker 50 vélar Gæslunnar.

Flugvélin, sem er skráð í Bandaríkjunum, var að koma frá Narsassuaq í Grænlandi til Reykjavíkur. Neyðarkall barst  á fjórða tímanum í dag og tilkynnti flugmaðurinn að drepist hefði á öðrum hreyflinum og hann ætti í erfiðleikum með að flytja eldsneyti á milli tanka.

Skömmu seinna barst frá honum tilkynning um að einnig hefði drepist á hinum hreyflinum og vélin svifi í um sjö þúsund feta hæð.

Vélin mun hafa verið á leið frá Grænlandi til Íslands.

mbl.is