Flugmaðurinn talinn af

Cessna flugvélin sem lenti í sjónum.
Cessna flugvélin sem lenti í sjónum.

Breskur flugmaður bandarískrar Cessna-flugvélar sem lenti í hafinu vestur af Keflavík síðdegis í gær er talinn af, samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.

Leit að manninum hefur verið hætt, en varðskip verður þó enn um sinn á þeim slóðum þar sem talið er að vélin hafi farið í sjóinn, ef einhverjar vísbendingar skyldu koma fram.

Flugvél LHG, sem verið hefur við leit í dag, lenti um klukkan 17.20 og var þá tekin ákvörðun um að hætta leitinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert