Gaf BUGL tvær milljónir

Sigríður Kristinsdóttir, sjúkraliði á unglingageðdeild, Unnur Heba Steingrímsdóttir, deildarstjóri á …
Sigríður Kristinsdóttir, sjúkraliði á unglingageðdeild, Unnur Heba Steingrímsdóttir, deildarstjóri á göngudeild BUGL, Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á BUGL, Kristján Möller samgönguráðherra, Björg Guðmundsdóttir, starfandi sviðsstjóri hjúkrunar á geðsviði, Róbert Marshall, aðstoðarmaður ráðherra, og Magnús Pétursson, forstjóri LSH.

Samgönguráðuneytið hefur fært BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítala, tvær milljónir króna að gjöf. Fénu er ætlað að renna í sjóð til kaupa á íbúð í nágrenni deildarinnar.

Íbúðin verði nýtt fyrir foreldra barna í dreifbýli sem þurfa að fylgja börnum sínum til innlagnar á BUGL enda mikilvægt að fjölskyldan hafi öruggan samastað utan deildarinnar og geti jafnframt verið nálægt meðferðarumhverfi barnsins eða unglingsins. Kristján Möller samgönguráðherra afhenti framlagið við móttöku á BUGL fimmtudaginn 7. febrúar og voru honum færðar þakkir af stjórnendum deildarinnar, segir í fréttatilkynningu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert