Bretar aðstoða við leitina

Bresk Nimrod þota er á leið á leitarsvæðið milli Íslands og Skotlands til að taka þátt í leit að eins hreyfils Piper Cherokee flugvél sem hvarf af ratsjá um 130 sjómílur suðsuðaustur af Hornafirði skömmu fyrir hádegi í dag.

Staðfest hefur verið að um skamma stund heyrðust sendingar frá neyðarsendi frá flugvélin sem var í ferjuflugi frá Bandaríkjunum en ekkert merki hefur borist frá vélinni síðan.

Staðfest hefur verið að flugmaðurinn er í þurrbúning og að björgunarbátur var um borð.

Landhelgisgæslan hefur nokkuð góða hugmynd um staðsetningu vélarinnar og leitað er útfrá ákveðnu mynstri sem ákvarðað er útfrá merki neyðarsendis og stefnu vélarinnar er hún hvarf af ratsjá. 

Leitað verður uns skyggja tekur og þá verður tekin ákvörðun um áframhaldandi leit. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert