Leit haldið áfram

Á myndinni sést eins hreyfils, Piper Cherokee, flugvélin fyrir miðju, …
Á myndinni sést eins hreyfils, Piper Cherokee, flugvélin fyrir miðju, en ekkert hefur sést til hennar. Eggert Norðdahl

Leit að bandarísku flugvélinni sem saknað hefur verið frá í gær, hefur enn engan árangur borið.  Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar og þyrla, TF-LIF leituðu fram í myrkur í gærkvöldi og Nimrod flugvél breska flughersins leitaði fram eftir kvöldi, en hún er búin innrauðum búnaði til leitar í myrkri. 

Varðskip hefur verið við leit á svæðinu síðan um klukkan 20:00 í gærkvöldi og er enn við leit.  Mjög hvasst er á svæðinu, ölduhæð mikil og aðstæður til leitar erfiðar.  Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, er á leið til leitar á svæðinu. 

 Leitað er eftir sérstöku leitarskipulagi sem tekur mið af áætluðum lendingarstað vélarinnar á sjónum og mögulegu reki, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina