Taka flugslysið nærri sér

Aðstæður eru enn mjög erfiðar til leitar á því svæði þar sem bandarísk, eins hreyfils flugvél, er talin hafa farið í hafið suðaustur af landinu í gær. Leit hefur enn engan árangur borið. Fokker-flugvél Landhelgisgæslunnar hélt aftur til leitar í morgun og þyrla gæslunnar - TF-LÍF – hóf sig til flugs á ellefta tímanum.

Aðeins tæp vika er síðan önnur svonefnd ferjuflugvél fór í hafið nærri landinu. Leit að flugmanni hennar bar ekki árangur. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Flugstoðum, segir að sig reki ekki minni til að slíkt hafi gerst áður. Hún segir alla taka þessa atburði mjög nærri sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert