Haldið í loðnuleit

mynd/Jón Páll

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson RE-200 hélt seinnipartinn í dag úr höfn í Reykjavík til loðnuleitar austur með Suðurlandi. Þá mun rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson fer svo til rannsókna norður með Vesturlandi og mun meðal annars kanna hvort um loðnugöngu að vestan kunni að vera að ræða.

Auk þess munu loðnuveiðiskip taka þátt í leitinni en um er að ræða skipulagða  leit og eftirlit með gangi loðnunnar hefur verið ákveðið. Verður leitin í samvinnu Hafrannsóknastofnunarinnar og útvegsmanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert