Dómi líklega áfrýjað

Dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag um meiðyrði á bloggi verður líklega áfrýjað til Hæstaréttar, sagði Sigurmar Albertsson, lögmaður Gauks Úlfarssonar, sem dæmdur var til að greiða Ómari R. Valdimarssyni samtals 800.000 krónur í miskabætur og málskostnað fyrir ummæli á bloggi.

Sigurmar sagði að ekki lægi fyrir endanleg ákvörðun um að dómi héraðsdóms yrði áfrýjað, en á því væru „meiri líkur en minni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina