Ísland heiðursgestur bókakaupstefnunnar í Frankfurt 2011

Jurgen Boss, forstjóri bókakaupstefnunnar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Jurgen Boss, forstjóri bókakaupstefnunnar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Stjórn bókakaupstefnunnar í Frankfurt (Frankfurter Buchmesse) hefur ákveðið að bjóða Íslandi að verða heiðursgestur á sýningunni sem haldin verður haustið 2011.

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi í byrjun september í fyrra að sækjast eftir því að Ísland hlyti þennan sess.

Ísland verður fyrst Norðurlanda til að skipa þennan sess í Frankfurt. Menntamálaráðherra, ásamt sendiherra Íslands í Þýskalandi og fleirum, sótti síðustu bókasýningu heim og átti þá viðræður við forstjóra og annað starfsfólk kaupstefnunnar. Hefur þeim viðræðum verið fylgt eftir síðan og það hefur orðið til þess að Ísland varð fyrir valinu, en Finnar sóttust einnig eftir því að verða heiðursgestir sýningarinnar árið 2011.

„Með ákvörðun kaupstefnunnar opnast einstakt tækifæri til útrásar fyrir íslenskar bókmenntir og menningu, ekki bara á hinn þýska markað heldur einnig á alþjóðlegan bókamarkað.

Bókakaupstefnan í Frankfurt er sú stærsta í heimi. Hún á rætur allt aftur á 15. öld en hefur smám saman tekið á sig núverandi mynd eftir að hún var endurreist árið 1949.

Á síðustu stefnu, sem haldin var um miðjan október í fyrra, voru sýnendur alls 7450, þar af rösklega 4000 frá löndum utan Þýskalands. Alls voru þátttakendur frá 108 löndum. Sýningarhúsnæðið var alls 172 þúsund fermetrar, kynntir voru tæplega 400 þúsund nýir bókatitlar og um 280 þúsund gestir komu á kaupstefnuna. Íslendingar hafa sótt sýninguna allt frá byrjun sjöunda áratugarins til að kynna bækur sínar og fræðast um bókamarkað heimsins.

Eitt land eða málsvæði er jafnan heiðursgestur sýningarinnar og var því kerfi komið á árið 1988. Það þýðir að viðkomandi land notar kaupstefnuna til að kynna rækilega bækur, höfunda og menningu sína í heild. Sú kynning fer fram bæði á sérstöku sýningarsvæði á kaupstefnunni sjálfri, en ekki síður í aðdraganda hennar, þar sem margvíslegar þýðingar, höfundar- og menningarkynningar eru undirbúnar og fylgir því feiknalegur áhugi í þýskum fjölmiðlum. En áhuginn nær víðar þar sem flest erlend forlög reyna að sýna bækur frá viðkomandi svæði eða afla sér upplýsinga um þær og gildir sama um umboðsmenn. Þegar vel er á málum haldið hefur þetta haft í för með sér að bækur frá viðkomandi svæði eru þýddar á fjölmargar tungur, auk þess sem menningarviðburðir þaðan setja svip sinn á þýskan menningarvettvang svo um munar," samkvæmt tilkynningu.

Stærsta útrásarverkefni íslenskra bókmennta

Íslensk stjórnvöld, í samvinnu við rithöfunda og útgefendur og aðra sem að málinu koma, hafa hugsað sér að nota þetta tækifæri sem allra best til að styrkja þýðingar á íslenskum bókmenntum, jafnt klassískum sem samtímalegum. Ennfremur er hugmyndin að standa fyrir öflugri menningardagskrá í tengslum við sýninguna og nota hana jafnframt sem stökkpall gagnvart öðrum málsvæðum. Þýðingar á íslenskum bókmenntum hafa færst mjög í vöxt á undanförnum árum og með þessu stærsta útrásarverkefni íslenskra bókmennta nokkru sinni gefst einstakt tækifæri til að fylgja því eftir, að því er segir í tilkynningu.

Skipuð hefur verið verkefnisstjórn til að halda utan um þetta verkefni með fulltrúum frá Bókmenntasjóði, menntamálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti og verður Steingrímur Sigurgeirsson aðstoðarmaður menntamálaráðherra formaður hennar. Þá hefur verið samið við Halldór Guðmundsson um að taka að sér stjórn verkefnisins. Halldór hefur margoft sótt bókasýninguna í Frankfurt heim, fyrst sem útgefandi og nú á síðustu árum sem höfundur, en bók hans um Halldór Laxness var nýlega gefin út í Þýskalandi. Ennfremur er ætlunin að koma á fót öflugum samráðshópi þar sem rithöfundar, útgefendur og fulltrúar fleiri listgreina geta lagt sitt til verkefnisins.

mbl.is

Innlent »

Flugeldasýning væntanlega að ári

Í gær, 21:12 „Ég held að margir myndu nú sakna þess að enda ekki á flugeldasýningu á menningarnótt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við mbl.is. Hann segir flugeldasýningu menningarnætur „mjög sameinandi og frábær endapunktur á einstökum degi.“ Meira »

Kviknaði í bíl á Akureyri

Í gær, 20:42 Eldur kom upp í lítilli rútu við Fjölnisgötu á Akureyri í dag. Rútan var mannlaus en unnið var að viðgerð á henni á föstudag. Rútan er mikið skemmd að sögn varðstjóra í lögreglunni á Akureyri. Meira »

Bústaður brann til kaldra kola

Í gær, 20:12 Eldur kom upp í sumarbústað á Barðaströnd síðdegis og að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar, slökkviliðsstjóra, tókst ekki að bjarga bústaðnum en allt tiltækt slökkvilið tók þátt í slökkvistarfinu, alls átján manns, auk lögreglu og sjúkraliðs. Meira »

Markmiðið að útrýma meiðslum

Í gær, 19:40 „Við erum að búa til rauðan þráð í gegnum íþróttaferilinn og reyna að lyfta þessu á hærra plan því krakkarnir hafa stundum verið afgangsstærð,“ segir Fannar Karvel Steindórsson íþróttafræðingur og styrktarþjálfari hjá Spörtu heilsurækt. Meira »

„Einfalt og sjálfsagt“ að sleppa kjöti

Í gær, 19:00 „Við erum í rauninni búin að vera að gæla við þetta og verið hálfkjötlaus mjög lengi. Við vinnum með mikið af ungu fólki og það hefur hreinlega færst í aukana að sjálfboðaliðar okkar sem og nemar séu grænmetisætur og vegan,“ segir Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi. Meira »

Örmagna ferðamaður á Fimmvörðuhálsi

Í gær, 18:38 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út til þess að koma örmagna ferðamanni á Fimmvörðuhálsi til aðstoðar rétt fyrir klukkan fjögur í dag. „Hann var orðinn mjög kaldur og hrakinn,“ segir Guðbrandur Örn Arnarsson, hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, í samtali við mbl.is. Meira »

Ekki bundinn af samkomulaginu

Í gær, 18:27 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stéttarfélagið ekki hafa viðurkennt óðeðlileg afskipti af ákvörðunum stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) – þegar umboð stjórnarmanna var afturkallað – með því að fallast á sjónarmið um að „slík inngrip heyri nú sögunni til.“ Meira »

Flóðbylgjan allt að 80 metrar

Í gær, 17:02 Berghlaupið í Ösku í júlí 2014 er eitt stærsta berghlaup sem orðið hefur á Íslandi á sögulegum tíma. Í grein sem birt er í Náttúrufræðingnum er fjallað um jarðfræðilegar aðstæður, flóðbylgjuna sem fylgdi hlaupinu og áhrif mögulegra flóðbylgja vegna skriðufalla við Öskjuvatn. Meira »

Þjóðrækni í 80 ár

Í gær, 16:49 Þjóðræknisfélag Íslendinga fagnar 80 ára afmæli sínu í ár. Félagið var stofnað 1. desember 1939 en markmið þess er að efla samskipti og samvinnu Íslendinga og Vestur-Íslendinga með ýmsum hætti. Afmælisárinu var fagnað á Þjóðræknisþingi sem fram fór í dag. Meira »

Leist ekki á útbúnað Belgans

Í gær, 16:11 Ég horfði til baka og það kom söknuður. Mig langaði að halda áfram. Þetta er svo einfalt líf: róa, tjalda, borða og sofa,“ segir Veiga Grétarsdóttir kajakræðari eftir hringferð sína í kringum Ísland ein á kajak. Hún lauk ferðinni í gær. Meira »

Eltu uppi trampólín á Eyrarbakka

Í gær, 16:09 Fá útköll hafa borist björgunarsveitunum í dag í tengslum við hvassviðrið sem nú er yfir Suður- og Suðvesturlandi. Verkefnin hafa hingað til verið minniháttar, meðal annars var tilkynnt um trampólín á ferð og flugi á Eyrarbakka. Meira »

Hlupu með eldingar á eftir sér

Í gær, 14:05 „Eldingarnar voru eins og klær yfir allan himininn og allt lýstist upp. Manni brá því þetta var svo mikið. Við biðum alltaf eftir að hlaupinu yrði aflýst,“ segir Bára Agnes Ketilsdóttir sem lýsir miðnætur-hálfmaraþoni í Serbíu sem hún tók þátt í ásamt þremur öðrum Íslendingum í sumar. Meira »

Gamli Herjólfur siglir í Þorlákshöfn

Í gær, 14:05 Ófært er orðið í Landeyjahöfn vegna veðurs og siglir gamli Herjólfur því til Þorlákshafnar það sem eftir er dags.  Meira »

Ályktun Íslands braut ísinn

Í gær, 11:50 Justine Balene, íbúi á Filippseyjum, segir ályktun Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna hafa verið fyrstu alþjóðlegu aðgerðina vegna stríðsins gegn fíkniefnum, sem hefur kostað meira en 30.000 manns lífið þar í landi, mestmegnis óbreytta borgara. Meira »

Björguðu ketti ofan af þaki

Í gær, 08:40 Eftir mikinn eril hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi, þegar það sinnti þremur brunaútköllum og fjölda sjúkraflutninga vegna slysa á fólki í miðbænum, var nóttin nokkuð tíðindalaus. Meira »

„Svikalogn“ á vesturströndinni á morgun

Í gær, 07:32 Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, í Faxaflóa, á Suður- og Suðausturlandi og á miðhálendinu síðdegis í dag þegar lægð, sem nú er stödd syðst á Grænlandshafi, gengur yfir landið. Meira »

Í ýmsu að snúast hjá lögreglu

Í gær, 07:16 Menningarnótt fór vel fram í alla staði, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að mikill fjöldi gesta hafi lagt leið sína í miðborg Reykjavíkur og að 141 mál hafi komið upp á löggæslusvæði 1 frá sjö í gærkvöldi og til klukkan fimm í morgun. Meira »

Tugþúsundir fylgdust með

í fyrradag Menningarnótt hefur farið mjög vel fram í alla staði, segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar blaðamaður mbl.is ræddi við hann í kvöld. Flugeldasýningin hófst klukkan 23:10 og var lokaatriði Menningarnætur 2019. Tugþúsundir fylgdust með. Meira »

Mikið að gera hjá slökkviliðinu

í fyrradag Það hefur verið annasamt það sem af er kvöldi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þrjú brunaútköll og mikið álag vegna slysa í miðbæ Reykjavíkur. Þetta segir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Sumar í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús frá 10. ágúst, 2-3 dagar í senn.. Falleg hús með heitum pot...
Infrarauðir Hitalampar fyrir allskyns verki 300w
Stórkostleg jákvæð áhrif á gikt, eykur virkni ýmissa ensíma sem bæta blóðrás og ...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...