Víða vetrarfærð

Vetrarfærð, hálka og snjóþekja, er víða um land
Vetrarfærð, hálka og snjóþekja, er víða um land mbl.is/RAX

Snjóflóð lokar veginum í Súgandafirði Á Reykjanesbraut er snjóþekja og éljagangur, hálkublettir eru á Reykjavíkur svæðinu og mikill éljagangur á Suðvesturlandi.

Hálka og snjókoma er á Hellisheiði, Sandskeiði og í Þrengslum en á Suðurlandi eru víða snjóþekja eða jafnvel hálka. Hálka er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku en einnig víða á Snæfellsnesi og í Dölum.

Á Sunnanverðum Vestfjörðum er verið að moka á milli Bíldudals og Patreksfjarðar, Kleifaheiði og Klettsháls. Á Norðaustur-, Austur- og Suðausturlandi hefur víða snjóað og því er þæfingur eða snjóþekja á fjölmörgum leiðum og verið er að hreinsa vegi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert