Svindlaði sér 39 sinnum gegnum Hvalfjarðargöng

Í Hvalfjarðargöngunum.
Í Hvalfjarðargöngunum. mbl.is/Júlíus

Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt karlmann í 100 þúsund króna sekt fyrir að aka 39 sinnum gegnum Hvalfjarðargöngin án þess að borga.

Maðurinn játaði sök. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu, að þessi háttsemi feli í sér heimildarlaus afnot af Hvalfjarðargöngum í eignarráðum Spalar og teljist því nytjastuldur.

mbl.is

Bloggað um fréttina