Setja bæ í Skagafirði í einangrun

Kýr í fjósi
Kýr í fjósi Árvakur/RAX

Kúabú í Skagafirði hefur verið sett í einangrun eftir að smitsjúkdómurinn hringskyrfi greindist í sláturgrip frá bænum og athugað verður með frekari aðgerðir eftir helgi.

Ólafur Jónsson, héraðsdýralæknir Skagafjarðar- og Eyjafjarðarumdæmis, segir að sjúkdómurinn hafi aðeins greinst í einum nautgrip en sýni hafi verið tekin úr fleiri gripum. Í fyrrahaust greindist hringskyrfi í nautgripum á tveimur nágrannabæjum í Eyjafirði, en Ólafur segir að ekki sé vitað um nein tengsl milli þeirra og bæjarins í Skagafirði.

Fyrstu aðgerðir miða að því að hindra frekari smitdreifingu, en Ólafur segir að umrædd tilfelli gefi vísbendingu um að sjúkdómurinn sé útbreiddari en talið hafi verið.

Hringskyrfi orsakast af húðsvepp sem nefnist Trichophyton verrucosum og einkennin eru hringlaga hárlausir blettir í húð. Smitið berst með snertingu og getur borist í fólk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert