Fylgst verður með notkun stefnuljósa

Lögreglan fylgist með stefnuljósanotkun á næstunni
Lögreglan fylgist með stefnuljósanotkun á næstunni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fylgjast sérstaklega með notkun stefnuljósa í umferðinni þessa vikuna.

Lögreglan mun verða sýnileg á gatnamótum í umdæminu og mun grípa inn í þar sem hún telur þess þörf. Lögreglan leggur áherslu á og brýnir fyrir ökumönnum að hætta og óþægindi geta skapast þegar stefnuljós eru ekki notuð.

Fjöldi ökumanna hefur þegar verið sektaður á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina