Ákæra um kynferðisbrot í Byrginu fyrir dómi

Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun.
Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. mbl.is/Guðmundur Karl

Aðalmeðferð í máli gegn fyrrverandi forstöðumanni meðferðarheimilisins Byrgisins hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun.Guðmundur Jónsson er ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart fjórum konum sem voru í meðferð eða stuðningsmeðferð hjá Byrginu. 

Um eina ákæru er að ræða en í fjórum liðum. Um lokað þinghald er að ræða.

Guðmundur hefur neitað staðfastlega sök.

mbl.is

Bloggað um fréttina