Færeyingar fá lista yfir flugvélar CIA

EIN þeirra flugvéla sem nefndar hafa verið í tengslum við …
EIN þeirra flugvéla sem nefndar hafa verið í tengslum við fangaflug CIA. Vélin lenti m.a. þrisvar á Reykjavíkurflugvelli árið 2004, skv. upplýsingum frá Flugmálastjórn Íslands. Flugvélin er af gerðinni Casa CN-235 og hefur hún kallnúmerið N196D. mbl.is/Sverrir

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra samdi við Högna Hoydal landsstjórnarmann Færeyja í utanríkismálum um að afhenda Færeyingum lista yfir flugvélar sem áttu leið um lofthelgi Færeyja og talið er að hafi rekið erindi CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna.

Færeyska útvarpið skýrði frá þessu á vefmiðli sínum í gærkvöldi. Í frétt útvarpsis kemur fram að Íslendingar haldi slíka skrá og að á listanum séu þær flugvélar CIA sem hafa flogið inn í bæði íslenska og færeyska lofthelgi.


Frétt færeyska útvarpsins
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert