Telja að ráðherra eigi að biðja umboðsmann afsökunar

Ungir jafnaðarmenn hafa sent frá sér ályktun þar sem þeir undrast viðbrögð Árna Mathiesens, fjármálaráðherra, við spurningum umboðsmanns Alþingis. Verði ekki annað séð af spurningum umboðsmanns en þær séu að öllu leyti eðlilegar og málefnalegar í ljósi þess hve alvarlegir vankantar voru á skipun ráðherrans á héraðsdómara.

„Hlutverk umboðsmanns er að hafa eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og tryggja rétt einstaklinga gagnvart stjórnvöldum landsins. Ummæli ráðherra eru með öllu óviðeigandi tilraun til þess að draga úr trúverðugleika embættis umboðsmanns Alþingis. Það er óeðlilegt að einn æðsti ráðamaður þjóðarinnar skuli tjá sig á þennan hátt gagnvart þeim aðila er á að hafa eftirlit með störfum hans.

Ungir jafnaðarmenn hvetja fjármálaráðherra til þess að biðjast afsökunar á orðum sínum og til þess að gefa fullnægjandi skýringar á þeirri ákvörðun sinni að skipa Þorstein Davíðsson í embætti héraðsdómara," segir m.a. í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert