Gagnkvæmar lækkanir

Vonast er til að viðræðum við Evrópusambandið (ESB) um gagnkvæmar tollalækkanir á landbúnaðarvörum ljúki síðar á þessu ári, að sögn Ólafs Friðrikssonar, skrifstofustjóra í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Einnig er knúið á um tilhliðrun fyrir útflutning á íslenskum landbúnaðarvörum.

Viðræðurnar snúast aðallega um lækkun gjalda á tveimur flokkum. Annars vegar mikið unnum landbúnaðarvörum, samkvæmt bókun þrjú við EES-samninginn. Þar á meðal eru súpur, sælgæti, pasta og tilbúnar pitsur. Þær bera nú magntolla, 3-120 kr/kg. Í viðræðunum fara Íslendingar fram á fullkomna gagnkvæmni varðandi gjöld á vörur í þessum flokki. Íslendingar hafa ekki haft gagnkvæman markaðsaðgang til ESB varðandi „bókunar þrjú“-vörur en ESB hefur fengið lækkaða tolla á þeim til Íslands.

Hins vegar eru minna unnar landbúnaðarvörur sem nú bera bæði verðtolla og magntolla. Snemma árs 2007 tók gildi samningur á grundvelli 19. gr. EES-samningsins. Voru tollar á minna unnum landbúnaðarvörum almennt lækkaðir hér á landi um 40% auk þess var samið um ákveðna tollkvóta. Nú er í athugun enn frekari lækkun tolla á þessar vörur hér og er farið fram á samsvarandi lækkun hjá ESB gagnvart slíkum vörum héðan. Þá náðist fram afnám tolla á íslenska tómata, gúrkur, papriku o.fl. til ESB.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »