Rændu búð með garðklippum

Rændu búð með garðklippum.
Rændu búð með garðklippum. mbl.is

Ræningjar réðust inn í Kaskó-verslun í Vesturbergi í Breiðholti í Reykjavík um klukkan fimm í dag og ógnuðu starfsfólki með garðklippum. Að sögn lögreglunnar er talið að ræningjarnir hafi verið tveir og komist undan með einhverja fjármuni.

Lögreglan leitar nú ræningjanna og rannsakar málið. Þetta er fjórða ránið sem framið er í Breiðholti á rúmri viku.

Samkvæmt heimildum Fréttavefjar Morgunblaðsins voru ræningjarnir tveir ungir menn um tvítugt sem reyndu ekki að hylja andlit sín við ránið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina