Jarðgöng undir sjávarmáli verði bönnuð frá Kjalarnesi að Vatnajökli næstu milljón ár

mbl.is

Ísleifur Jónsson, verkfræðingur og fyrrum stjórnandi Jarðborana ríkisins, segir í grein í sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins í dag að besta lausnin í málefnum Sundabrautar sé að hætta við lagningu hennar og breikka þess í stað Vesturlandsveginn í þrjár til fjórar akreinar. Ef Sundabraut sé nauðsynleg þá sé skynsamlegast að leggja hana ofan sjávar.

Í grein sinni bendir Ísleifur á að Esjan sé syðsta fjallið úr gamla berginu, sem sé miklu eldra og þéttara en bergið á Suðvestur- og Suðurlandi. Sunnlenska bergið leki líka miklu meira og því sé mjög hæpið að skynsamlegt sé að grafa jarðgöng undir sjávarmáli á svæðinu.

„Ég legg því til að engin jarðgöng undir sjávarmáli verði leyfð á svæðinu frá Kjalarnesi að Vatnajökli næstu milljón árin að minnsta kosti,“ skrifar Ísleifur og áréttar skoðun sína: „Bönnum öll jarðgöng undir sjó frá Kjalarnesi að Vatnajökli.“

mbl.is