Hefur skapað nýja vídd í umfjöllun og miðlun

Skrif Moggabloggara hafa oft komið hreyfingu á samfélagið. Það var ...
Skrif Moggabloggara hafa oft komið hreyfingu á samfélagið. Það var í gegnum Blog.is sem sagan af hremmingum Erlu Óskar Arnardóttur á JFK-flugvelli komst í sviðsljósið. Fjölmiðlar hófu í kjölfarið að fjalla um málið, sem fljótlega varð að hápólitísku deilumáli. Á myndinni kemur sendiherra Bandaríkjanna til fundar við utanríkisráðherra vegna málsins.

Þingmenn og mótmælendur, ráðherrar og öryrkjar, trúboðar og trúleysingjar, vinstri- og hægrimenn: hægt er að finna allan pakkann eins og hann leggur sig á Blog.is, eða Moggablogginu eins og flestir kalla þennan vinsælasta bloggvef landsins, sem í dag á tveggja ára afmæli.

Nýjar leiðir til skoðanaskipta

Ingvar Hjálmarsson, netstjóri Mbl.is, segir bloggvefinn ekki aðeins hafa skapað nýjan vettvang, heldur líka nýjar leiðir fyrir lesendur til að skiptast á skoðunum og upplýsingum. Bloggið leyfir ekki aðeins að nota myndir og texta með einföldum hætti, heldur einnig hljóð og myndskeið: „Innan Moggabloggsins hefur svo myndast tengslanet bloggvina, sem vísa hver í annan á síðum sínum og fylgjast vel með hópnum. Við vitum til þess að slíkir bloggvinahópar hafa tekið sig til og hist til að ræða saman, svo vefurinn er að verða meira en bara andlit og orð á skjá, hefur breyst í stórt og lifandi samfélag,“ segir Ingvar um þá þróun sem átt hefur sér stað á bloggvefnum.

Skráðir notendur Moggabloggsins eru í dag tæplega 14.000 talsins og í hverri viku eru um 130.000 heimsóknir á bloggvefi Blog.is. Meðalaldur skráðra notenda er rösklega 34 ár og alls höfðu verið skrifaðar á bloggvefinn 392.471 færsla seinni part dags í gær, eða um 28 færslur á hvern notanda. Við færslurnar hafa svo verið skrifaðar 1.186.465 athugasemdir!

Lesendur taka virkan þátt

Bloggvefurinn tengist öðrum miðlum Morgunblaðsins með margvíslegum hætti: Á bls. 10 í prentútgáfu Morgunblaðsins er fastur liður að birta brot úr því besta sem bloggað hefur verið, á forsíðu Mbl.is er vísað í áhugaverða bloggara, og einnig hafa skráðir notendur þann möguleika að tengja blogg sín við einstakar fréttir: „Lesendur frétta eru ekki lengur aðeins í því hlutverki að taka við upplýsingum, heldur geta nú tekið þátt í umfjölluninni og umræðunum, sent okkur viðbótarupplýsingar um fréttir og tjáð sig um innihald þeirra í bloggum sínum,“ segir Ingvar. „Í bloggunum spinnast svo iðulega langar umræður milli lesenda, þar sem þeir skiptast á skoðunum.“

Nýjar stjörnur í sviðsljósið

Þann stutta tíma sem Blog.is hefur starfað hafa þar orðið til margar blogg-stjörnur: margar þeirra fólk sem fáir þekktu áður en er í dag þekkt í þjóðfélaginu fyrir skoðanir sínar og lífsreynslu.

Ein þessara bloggstjarna er Jóna Á. Gísladóttir (jonaa.blog.is) sem bloggar um fjölskyldulíf sitt og uppátæki einhverfs sonar síns: „Bloggið hefur breytt heilmiklu,“ segir Jóna um nýfundna frægð. „Ég byrjaði að blogga til að reka sjálfa mig út í að skrifa, en ég hafði alltaf ætlað mér að gerast rithöfundur. Í gegnum bloggið hef ég skrifað fullt af smásögum sem ég hefði aldrei gert annars. Þökk sé blogginu hafa tímarit fengið mig til greinaskrifa og fyrir jól er ég væntanlega að fara að gefa út bók.“

Eftirsóttur álitsgjafi

Stefán Friðrik Stefánsson (stebbifr.blog.is) er annar mikið lesinn Moggabloggari, en hann segist hafa byrjað að blogga af einskærri löngun til að tjá sig um þjóðfélag, mannlíf og margt fleira. Eftir að blogg hans fór að vekja athygli hefur Stefán orðið var við að fólk á förnum vegi kannist við hann: „Þetta fólk er oft búið að lesa skrifin, og gefur sig gjarna á tal til að ræða innihaldið,“ segir Stefán, sem einnig er reglulega fenginn til að deila skoðunum sínum í útvarpi sökum bloggfrægðarinnar.

Hjálpar sér og öðrum

Vinsælasti bloggarinn í dag er Áslaug Ósk Hinriksdóttir (aslaugosk.blog.is), sem bloggar m.a. um baráttu dóttur sinnar við krabbamein: „Það hefur hjálpað mér ótrúlega mikið að blogga, og hafa stuðningur og fallegar orðsendingar reynst ómetanleg,“ segir Áslaug. „Einnig fæ ég reglulega póst frá foreldrum langveikra barna sem eru þakklátir fyrir skrifin, eða einfaldlega frá fólki sem lesið hefur bloggið og í kjölfarið byrjað að líta lífið öðrum augum en áður.“

Blog.is

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bílvelta á Akureyri

16:38 Bílvelta varð á gatnamótum Furuvalla og Hvannavalla á Akureyri um þrjúleytið í dag.  Meira »

Gat kom á kví með 179 þúsund löxum

16:29 Gat kom á nótarpoka einnar sjókvíar Arnarlax við Laugardal í Tálknafirði fyrr í mánuðinum og barst Matvælastofnun tilkynning um þetta á föstudag. Meira »

„Viðbjóðslegur“ eyðibíll á bak og burt

16:10 Eftir að gamall bílastæðavörður í MR greindi frá áhyggjum sínum af eyðibíl á stæðinu, var tekin ákvörðun um að láta fjarlægja hann af stæðinu. Menn geta þá kvatt óljós áform um að friða bílinn. Meira »

Lögregla lokar Reynisfjöru

15:50 Lögreglan á Suðurlandi hefur nú lokað fyrir umferð fólks austast í Reynisfjöru. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar, sem segir þetta gert vegna hruns úr berginu austarlega, yfir fjörunni. Meira »

Höfðu hjálm á höfði Mikkelsen

15:24 Innflytjendur Carlsberg á Íslandi völdu að hafa tölvugerðan hjálm á höfði Mads Mikkelsen í nýlegum auglýsingum fyrir bjórinn. Það þótti þeim „samfélagslega ábyrgt“, rétt eins og kollegum þeirra á Írlandi. Meira »

„Baulað“ á forsetann í reiðhöllinni

14:44 Guðni Th. Jóhannesson forseti gerði víðreist í Skagafirði og Húnaþingi um helgina. Var hann viðstaddur opnun landbúnaðarsýningar á Sauðárkróki, skoðaði þar nýtt sýndarveruleikasafn, opnaði sögusýningu í Kakalaskála í Blönduhlíð og afhjúpaði minnismerki á Skagaströnd um Jón Árnason þjóðsagnasafnara. Meira »

Mótmæla breyttum inntökuskilyrðum í lögreglunám

14:30 ADHD samtökin mótmæla harðlega breyttum inntökuskilyrðum í lögreglunám sem Mennta- og starfþróunarsetur lögreglurnar upplýsti nýlega um. Segja samtökin þetta vera í fyrsta skipti sem þrengt sé „verulega að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD“ hér á landi. Meira »

Óska eftir upptökum af handtökunni

14:12 „Við erum að fara yfir málsatvikin og óska eftir upptökum af handtökunni og skýrslum til að varpa ljósi á hana. Við munum líka upplýsa nefnd um eftirlit með störfum lögreglu um málið,“ segir aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðin, spurður um handtöku lögreglunnar í Gleðigöngunni. Meira »

Fyrirvararnir verða að vera festir í lög

13:46 Stefán Már Stefánsson og Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögfræðingar segja að ætli Ísland að festa þriðja orkupakkann í lög, verði að tryggja að tveir fyrirvarar séu festir í lög með honum. Meira »

Samfylkingin hástökkvari í könnun MMR

13:38 Samfylkingin er hástökkvari nýrrar könnunar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Flokkurinn bætir við sig rúmum fjórum prósentustigum frá síðustu könnun og mælist með 16,8% fylgi, næstmest allra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 19,1%. Meira »

Reksturinn þungur og krefjandi

13:31 Rekstur Sjúkrahússins á Akureyri hefur verið krefjandi og þungur það sem af er ári. Þetta kemur fram í pistli forstjórans Bjarna Jónassonar. Mestu munar þar um greiðslur vegna yfirvinnu, sem eru „mun meiri en gert var ráð fyrir en einnig er kostnaður hjúkrunar- og lækningavara hærri“. Meira »

Corbyn styður Katrínu

13:19 Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, hvetur Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, í bréfi sem hann hefur ritað henni. Meira »

„Aðkoman var leiðinleg“

13:07 „Aðkoman var leiðinleg í morgun,“ segir Hjördís Guðrún Ólafsdóttir leikskólastjóri á Krakkakoti í Garðabæ. Veggjakrot var víða á leikskólabyggingunni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Meira »

Malbikað á Suðurlandsvegi

12:55 Stefnt er að því að malbika aðra akreinina á Suðurlandsvegi, frá Ölvisholtsvegi að Skeiða- og Hrunamannahreppi á morgun. Akreininni verður lokað og umferð stýrt framhjá og verða viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp, að því er segir í tilkynningu. Meira »

„Risavaxið verkefni“

12:37 „Þetta er risavaxið verkefni í margvíslegum skilningi sem mun þegar allt er tilbúið valda straumhvörfum í þjónustu við sjúklinga og stórefla alla starfsemi þjóðarsjúkrahússins okkar.“ Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þegar hún skoðaði framkvæmdasvæði nýs Landspítala. Meira »

Ráðherrarnir streyma til landsins

12:36 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bauð Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, velkominn til landsins skömmu fyrir hádegi í dag. Tekið var á móti Löfven við Hellisheiðarvirkjum, þar sem ráðherrarnir og fylgdarlið fengu kynningu frá Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Meira »

Samfelld makrílvinnsla fyrir austan

12:02 „Við fengum þessi 1.100 tonn á einum degi úti í miðri Smugunni eða 350 mílur austnorðaustur úr Norðfjarðarhorni. Flotinn hefur verið í Smugunni að undanförnu og hefur farið þar svolítið fram og til baka. Nú er fiskurinn sem veiðist töluvert blandaður hvað stærð varðar, en áður fékkst mest mjög stór fiskur,“ segir Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti, en vinnsla á þessum 1.100 tonnum af makríl hófst í Neskaupstað í gær. Meira »

Leita á ný á fimmtudag

11:45 Fyrirhugað er að leit verði hafin að nýju á fimmtudaginn að líki belg­íska ferðamanns­ins sem tal­inn er hafa fallið í Þing­valla­vatn fyrir rúmri viku. Þetta staðfestir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi. Um helgina var notaður kafbátur við leitina en án árangurs. Meira »

Katrín fundaði með Mary Robinson

11:06 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands, sem einnig hefur verið erindreki Sameinuðu þjóðanna á sviði mannréttindamála og baráttukona fyrir loftslagsréttlæti. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Bilskúr, geymsla Hvalvik 4 Keflavík
26 fm upphitað geymsluhúsnæði í Reykjanesbæ. Verð 40 000 á mánuði með húsgjöldum...