Jeppamenn fara hvergi

Frá birgðastöðinni í Örfirisey í morgun.
Frá birgðastöðinni í Örfirisey í morgun. mbl.is/Brynjar Gauti

Liðsmenn Ferðaklúbbsins 4X4 sem lögðu jeppum sínum við birgðastöð olíufélaganna í Örfirisey snemma í morgun eru enn á staðnum og segjast ætla að láta olíufélögin finna fyrir því. Ekkert fararsnið er á þeim en olíubílar komast ekki inn á svæðið vegna aðgerðanna.

Með þessu vilja jeppamennirnir mótmæla háu eldsneytisverði á Íslandi. Ekki er um aðgerðir í nafni Ferðaklúbbsins 4X4 að ræða heldur samstarf nokkurra félagsmanna í klúbbnum.

mbl.is/Brynjar Gauti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert