Úrskurðaður í gæsluvarðhald

mbl.is/Júlíus

Maðurinn sem réðst á öryggisvörð í verslun 10/11 í Austurstræti síðastliðna nótt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í þrjá daga samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sló árásarmaðurinn öryggisvörðinn í höfuðið með flösku og er hann alvarlega slasaður eftir höggið.

mbl.is