Með þrjú kíló af amfetamíni í tösku

Lögreglan og tollgæslan á Suðurnesjum lögðu í gær hald á um þrjú kíló af amfetamíni sem hafði verið haganlega komið fyrir undir fölskum botni ferðatösku. Töskueigandinn var umsvifalaust handtekinn og í dag var hann færður fyrir dómara við Héraðsdóm Reykjaness og úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald.

Maðurinn, sem er Íslendingur um tvítugt, var að koma frá París. Hann hefur áður komið við sögu lögreglunnar. Að sögn Eyjólfs Kristjánssonar, yfirlögfræðings lögreglustjórans á Suðurnesjum, var maðurinn handtekinn við hefðbundna tollleit. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »