Öfgarnar aukast segir Al Gore

Al Gore í Háskólabíói í morgun.
Al Gore í Háskólabíói í morgun. mbl.is/Brynjar Gauti

Al Gore, handhafi friðarverðlauna Nóbels, segir að með hlýnun jarðar aukist allar öfgar. Hvort heldur sem um er að ræða þurrka eða úrhelli verða áhrifin sífellt meiri.

Áhrifin eru víðtæk, uppskera bregst vegna veðrabreytinga og sjúkdómar, sem ávallt hafa verið til, færast nær. Sjúkdómar sem áður voru til í regnskógunum eru komnir inn á svæði þar sem fjöldi fólks býr. Þetta er þróun sem við verðum að stöðva og getum stöðvað, sagði Gore en hann flutti fyrirlestur í morgun í Háskólabíói.

Jöklar hopa og vötn hverfa

Al Gore benti á áhrifin sem þessar breytingar hafa haft á jökla í heiminum og  aðgengi að vatni. Sagði hann jökla bráðna hratt alls staðar í heiminum og það væri ótrúlegt að bera saman myndir af jöklum, sem teknar voru fyrir 25 árum, og nýjar myndir af sömu stöðum. Tók Gore dæmi af Grænlandi þar sem landslagið er að breytast.

Þá sagði hann að vötn, sem áður voru stærstu vötn í heimi, til að mynda í Tsjad, séu horfin, Þessu fylgi, að íbúar flýja heimili sín og mannlegar hörmungar fylgja í kjölfarið líkt og heimurinn þekkir frá Darfúr-héraði í Súdan.

Að sögn Gore má búast við því að á sama tíma og yfirborð sjávar hækkar vegna hlýnunar andrúmsloftsins fari meira land undir sjó og tugir milljóna manna munu lenda á vergangi þar sem heimili þeirra og lífsbjörg eru ekki lengur til staðar. Áhrifin af hlýnun jarðar sjást alls staðar og hafa áhrif á alla, sagði Gore.

Hann sagði að það hljómaði alls ekki illa fyrir fólk á norðurhveli jarðar að  loftslagið fari hlýnandi en þótt það sé góð tilhugsun að það vori fyrr og hausti seinna sé það ekki eins einfalt og það hljómar því öll náttúran ruglist í ríminu, plöntur sem og dýr af öllu tagi. Til að mynda hafi hlýnun sjávar þau áhrif að lífríkið breytist í sjónum og fiskurinn hverfur.

-Við megum ekki láta þessi mistök halda áfram og verðum að bregðast við, segir Gore.

Fólksfjölgunin í heiminum heldur áfram og þörfin eftir mat eykst að sama skapi en þróunarlöndunum fjölgar einnig. Mannfjöldasprengjan hefur áhrif á fleiri hluti, til að mynda eru regnskógar á undanhaldi því þörfin fyrir ræktað land fer sífellt vaxandi. Ein helsta aðferðin við að eyða skóglendi og breyta því í ræktað land er að brenna skóginn. En á sama tíma eykst magn koltvísýrings í andrúmsloftinu enn meir því bruni hefur gríðarleg áhrif á aukningu koltvísýrings.

En það er ekki of seint að bregðast við, segir Gore, þótt við höfum ekki óendanlegan tíma því breytingarnar eru ógnvænlegar og hraðar og hraði breytinga verður sífellt meiri.

Gore sagði, að setja verði verðmiða á kolefnanotkun með því að leggja koltvísýringsskatta á mengandi starfsemi. Þrátt fyrir að Bandaríkin, það land sem mengar mest, viðurkenni ekki Kyoto bókunina séu ekki allar borgir og ríki Bandaríkjanna sammála alríkisstjórninni og hafi innleitt bókunina. Allt tekur sinn tíma að sögn Gore og hann minnti á þá tíma þegar konur höfðu ekki kosningarétt og hörundslitur skipti máli varðandi mannréttindi.

Að loknum fyrirlestri sínum svaraði Gore spurningum úr sal en sagði síðan að lokum að þetta sé spurning um siðferði og næstu kynslóðir munu spyrja okkur að því hvað við gerðum og hvað við gerðum ekki við upphaf 21. aldarinnar.

„Þær munu spyrja hvers vegna í ósköpunum brugðumst við ekki við. Komandi kynslóðir, afkomendur okkar, munu spyrja okkur: var ykkur sama um okkur? Skiptum við engu máli?" Segist Gore vilja getað svarað komandi kynslóðum: „jú við brugðumst við." 

Al Gore sló einnig á létta strengi í fyrirlestri sínum. Þakkaði hann Íslendingum og þá ekki síst Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, fyrir móttökurnar sem hann hafi fengið hér á landi. Sagði hann Ólaf Ragnar einstakan mann en vinátta þeirra næði tuttugu ár aftur í tímann. Gore sagðist vera viss um að enginn annar þjóðarleiðtogi myndi gera það sama og Ólafur Ragnar í gær. Að bjóða til kvöldverðar þar sem fluttir væru átta fyrirlestrar af vísindamönnum um hlýnun jarðar. Gore tók það fram að  fyrirlestrarnir hafi verið mjög áhugaverðir.

Al Gore.
Al Gore. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

BSRB vill hátekjuskatt

13:52 Tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu sem voru kynntar í gær ganga ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu formannaráðs BSRB. Meira »

Búið að taka skýrslu af ökumönnunum

13:44 Þrennt liggur enn slasað á Landspítalanum eftir árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi austan við Hjörleifshöfða á fimmtudag í síðustu viku. Lögregla hefur tekið skýrslu af ökumönnunum. Meira »

Áhrif sviksamlegra aðgerða víðtæk

13:43 „Þessar fregnir eru sláandi og um leið sorglegt að aðilar fari slíkar leiðir í þeim eina tilgangi að hagnast á kostnað annarra,“ segir í tilkynningu frá bílaumboðinu Bernhard, vegna svindls bílaleigunnar Procar. Fyrirtækið hvetur áhyggjufulla viðskiptavini til að setja sig í samband. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn með 22,7%

12:55 Sjálfstæðisflokkurinn mældist með stuðning 22,7% landsmanna í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 11.-15. febrúar. Miðflokkurinn mælist með 6,1% fylgi en flokkurinn fékk 10,9% atkvæða í síðustu þingkosningum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 25,2% í kosningunum 2017. Meira »

Meirihlutinn sakaður um valdníðslu

12:25 Hljóðið er þungt í fulltrúum þriggja flokka sem eru í minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, eftir borgarstjórnarfund gærdagsins. Þeir segja meirihlutann hafa borið fram breytingartillögu sem hafi verið annars eðlis en þeirra eigin tillaga. Fulltrúar flokkanna viku úr fundarsal í mótmælaskyni. Meira »

Fimm ára dómur í Shooters-máli

12:13 Art­ur Pawel Wisock var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst í fyrra. Dyra­vörður­inn er lamaður fyr­ir neðan háls eft­ir árás­ina. Annar maður sem var ákærður í málinu, Dawid Kornacki, fékk sex mánaða dóm. Meira »

Vilja betri svör frá SA

12:12 Starfsgreinasambandið vill fá betri svör frá Samtökum atvinnulífsins á fundi sem verður haldinn síðar í dag heldur en á síðasta fundi þeirra. Þetta sagði Björn Snæbjörnsson, formaður sambandsins, að loknum fundi viðræðunefndar í morgun. Meira »

„Það ríkir bölvuð vetrartíð“

12:07 „Hér hefur fengist þokkalegur afli en það er miklu minna af fiski en hefur verið um þetta leyti árs síðustu þrjú árin. Þá er fiskurinn dreifður og styggur. Það er ætisleysi á slóðinni og til dæmis lítið um spærling. Ætisleysið gerir það að verkum að það fiskast vel á línuna,“ segir Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey VE. Meira »

„Til­lög­urn­ar af­skap­lega góðar“

11:54 „Mér finnst það sem búið er að gera til að stuðla að jöfnuði og bættum kjörum hafi fengið lítið vægi í umræðunni,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, vegna tillagna sem ríkisstjórnin lagði fram í gær sem innlegg í kjaraviðræður, og viðbrögð verkalýðsins við þeim Meira »

Kröfur SGS ítrekaðar á fundi með SA

11:36 Viðræðunefnd Starfsgreinasambands Íslands mun eiga samningafund með Samtökum atvinnulífsins kl. 16 í dag. Á fundinum verða kröfur SGS ítrekaðar. Þetta er niðurstaða fundar SGS sem er nýlokið. Meira »

Fær ekki lögheimili skráð á Íslandi

11:00 Kröfu albanskra foreldra um að fella úr gildi úrskurð Útlendingastofnunar þess efnis að vísa 22 mánaða gamalli dóttur þeirra úr landi var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Erna Reka fæddist á Íslandi í apríl 2017 en samkvæmt niðurstöðu dómsins fær hún ekki lögheimili skráð á Íslandi. Meira »

Skemmdarverk á Kvennaskólanum

10:24 „Mig grunar að þetta sé einhvers konar framhaldsskólahrekkur,“ segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Kvennaskólans, en þegar nemendur mættu í skólann í morgun blasti við þeim skemmdarverk sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Meira »

Hyggst hafa samband við viðskiptavini

09:37 Bifreiðaumboðið BL hyggst hafa samband við alla viðskiptavini fyrirtækisins sem keypt hafa bifreiðar í gegnum það sem áður voru í eigu bílaleigunnar Procar. Bílaleigan hefur viðurkennt að hafa átt við kílómetramæli fjölda bifreiða sem hún voru í hennar eigu sem síðan voru seldar áfram. Meira »

„Shaken-baby“-máli vísað frá

09:33 Hæstiréttur hafnaði í morgun endurupptöku á svokölluðu „shaken-baby“-máli. Sveinn Andri Sveins­son, lögmaður Sig­urðar Guðmunds­son­ar sem dæmd­ur var fyr­ir að hafa valdið dauða ung­barns á dag­gæslu í Kópa­vogi árið 2001, segir það miður að málið komist ekki til efnislegrar meðferðar. Meira »

Verkföll líkleg í mars

09:21 „Við höfum alltaf sagt það frá upphafi að það sem kæmi frá stjórnvöldum væri lykillinn að því að við gætum náð saman kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Meira »

Líst ekki vel á framhaldið

09:18 Viðræðunefnd Starfsgreinasambands Íslands situr á fundi í húsnæði ASÍ þar sem farið er yfir næstu skref eftir að ríkisstjórnin kynnti skattabreytingatillögur sínar í gær. Meira »

Íslendingi bjargað á Table-fjalli

08:50 Íslenskum ferðamanni var bjargað úr sjálfheldu í Table-fjalli við Höfðaborg í Suður-Afríku í vikunni og tóku björgunaraðgerðirnar 13 klukkustundir. Ungur Íslendingur lést í fjallinu fyrir tveimur árum. Meira »

Frekari breytingar ekki í boði

08:35 „Þetta er það svigrúm sem við höfum samkvæmt fjármálaáætlun,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun spurð hvort tillögur ríkisstjórnarinnar í skattamálum til þess að liðka fyrir kjarasamningum sem kynntar voru í gær væru lokatilboð stjórnvalda. Meira »

Heimkoma Tryggva áætluð í haust

08:18 Löng bið Tryggva Ingólfssonar, sem beðið hefur á lungnadeild Landspítalans frá 28. mars 2018 eftir að komast á heimili sitt á hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli gæti tekið enda 1. september nk. Meira »
Volvo V70 1998 CROSS COUNTRY 4X4
Prútta ekki neitt með þetta verð. þarf að skipta um eina legu. xenon ljós. er á ...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu Löggiltir verktakar - Áratuga reynsla. Sm...
PALLHÝSI Travel Lite á Íslandi
Nú er besti tíminn til að panta, og fá húsið í maí. Einkaumboð fyrir TRAVEL L...