Borgarstjóri efnir til samráðsfunda með íbúum borgarinnar

Frá blaðamannafundi um samráðsfundi borgarstjóra í dag
Frá blaðamannafundi um samráðsfundi borgarstjóra í dag Hans Orri Kristjánsson

Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, efnir til samráðsfunda með íbúum í öllum hverfum borgarinnar í tengslum við samráðsverkefnið „1,2 og Reykjavík" á laugardögum í apríl og fram í maí.

Fyrstu fundirnir verða í Árbæ, Grafarvogi og Breiðholti nk. laugardag.  Á fundinum gefst íbúum kostur á að kynna sér og taka þátt í umræðum um forgangsröðun framkominna hugmynda um framkvæmdir og viðhaldsverkefni í hverfinu.

Ábendingavefur „1,2 og Reykjavík" á heimasíðu Reykjavíkurborgar hefur fallið í jákvæðan jarðveg meðal Reykvíkinga og annarra landsmanna.  Ábendingarnar koma frá fólki á öllum aldri og snerta m.a. viðhald gatna, hreinsun, bekki, lýsingu, leiksvæði og göngustíga.

mbl.is

Bloggað um fréttina