GGE gæti haft áhuga á að auka hlut sinn í HS

„Alvara málsins er sú að tæplega þriðjungs eignarhlutur í HS er í óvissu,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysir Green Energy (GGE).

Samkeppniseftirlitið komst í gær að þeirri niðurstöðu að eignarhald Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á stórum hlut í Hitaveitu Suðurnesja (HS) myndi hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er OR óheimilt að eiga meira en 3% eignarhlut í HS og skal OR gera breytingar á eignarhaldi sínu í HS fyrir 1. október nk.

Í samtali við Morgunblaðið bendir Ásgeir á að ljóst megi vera að ekki finnist neinir opinberir aðilar í landinu sem geti verið kaupendur að fyrrgreindum eignarhlut, en ríkið seldi sinn hlut í HS og öll sveitarfélög sem átt hafi eitthvað í HS hafi selt eða vilji selja sinn hlut nema Reykjanesbær.

Jafnframt bendir hann á að einkaaðilar megi ekki eignast meirihluta í HS þar sem lög um vatnsveiturekstur takmarki það. Spurður hvort GGE hafi áhuga á að auka hlut sinn í HS að öllu óbreyttu segir Ásgeir það vel geta komið til greina og vill ekki útiloka neitt. „Hins vegar verður að hafa í huga að það er forkaupsréttur á öllum eigendabreytingum í HS og þá getur Reykjanesbær eða aðrir eigendur HS beitt forkaupsrétti á samninga þar um. Þannig að þetta leysist aldrei öðruvísi en með samkomulagi eigenda.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert