200 MW orkusala úr sögunni

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) fól á síðasta fundi sínum forstjóra fyrirtækisins að ganga frá samkomulagi við Alcan í samræmi við álitsgerð Helga Jóhannessonar hrl. varðandi álitaefni í samningi OR og Alcan. Eftir því sem blaðamaður kemst næst hafa samningsaðilar sæst á að samningur aðila falli niður og að hvorugur geri kröfur á hendur hinum um bætur.

OR hafði gert samning við Alcan um að selja fyrirtækinu 200 MW vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Forsendur þess samnings breyttust þegar ljóst var að ekki yrði af stækkun þegar Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins í íbúakosningu vorið 2007. Í framhaldinu óskaði Alcan eftir því að geta nýtt orkuna sem um hafði verið samið til uppbyggingar annars staðar en í Straumsvík. OR taldi forsendur samnings hins vegar brostnar þar sem orkusölusamningur OR og Alcan hefði verið bundinn við stækkun álversins í Straumsvík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »