Mælt fyrir frumvarpi um Landeyjahöfn

Kristján L. Möller, samgönguráðherra,  mælti fyrir frumvarpi um Landeyjahöfn á Alþingi í gær en til stendur að ferja frá Vestmannaeyjum sigli þangað.

Vestmannaeyingar mótmæltu áformunum nýverið og Ármann Kr. Ólafsson, Sjálfstæðisflokki, sagðist hafa efasemdir um að hann gæti stutt málið vegna þess.

Bjarni Harðarson, Framsókn, gerði athugasemdir við eignarnámsheimildir í lögunum en Grétar Mar Jónsson var óviss um að skipstjórar Herjólfs létu sig hafa það að sigla í gegnum brimgarð. „Það er ekki hægt og alltof hættulegt og alls ekki á bílaferju, með konur og börn,“ sagði Grétar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert