„Vonandi að fólkið stígi fram

Bráðaliðar hlúa að manni, sem fékk táragas í augun.
Bráðaliðar hlúa að manni, sem fékk táragas í augun. mbl.is/Júlíus

„Það er vonandi að fólkið stígi fram," sagði Sturla Jónsson, talsmaður bílstjóra, sem var einn þeirra sem fékk gas í augun í aðgerðum lögreglu á Suðurlandsvegi fyrir skömmu. „Það var vont," sagði hann og sagðist reikna með að bílstjórar muni standa um sinn við veginn.

Þegar Sturla var spurður hvort ekki væri hætta á að harkan, sem braust út í dag skaði mótmælaaðgerðir bílstjóranna, sagðist hann ekki telja að svo væri.

„Fólk í landinu sér, að það má ekki opna á sér munninn. Það var enginn að gera neitt þegar þetta fór af stað. Það var sprautað yfir allan hópinn einhvernveginn og meira að segja á fólk, sem ekki stóð inni á götunni," sagði hann.

Sturla sagði að svo virtist sem Ísland væri orðið lögregluríki þar sem hægt væri að berja á út í eitt. Þá hefði fólkið niðri á þingi ekki tíma til að sinna þjóðinni.

Menn ætli að bíða hérna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert