Fjölga kúlunum í lottóvélinni úr 38 í 40 í maí

Frá og með 17. maí næstkomandi verða gerðar þær breytingar á lottóinu að dregið verður úr 40 tölum en undanfarin 20 ár hefur verið dregið úr 38 tölum. Vinningsmöguleikarnir breytast þannig úr 1/501 þúsund í 1/ 650 þúsund. Fyrstu tvö ár lottósins, 1986-88, var dregið úr 32 tölum.

Að sögn Stefáns Konráðssonar, framkvæmdastjóra Íslenskrar getspár, eru þessar breytingar gerðar til að fylgja fólksfjölgun í landinu en árið 1988 voru Íslendingar 251 þúsund en eru nú 313 þúsund. Stefán segir þessa fjölgun talna í pottinum því eðlilega en Íslensk getspá hafi reynt að bíða með þær eins lengi og
mögulegt var.

Stefán segir lykilatriði að ekki er verið að breyta fjölda útdreginna talna, þær verða áfram fimm, en það yrði töluvert meiri breyting en að stækka talnapottinn eins og nú á að gera.

Telur Stefán líklegt að með þessu breytta fyrirkomulagi muni vinningsupphæðirnar hækka eins og gerðist þegar tölunum var fjölgað
árið 1988 því þegar vinningslíkurnar minnka geta „pottarnir“ stækkað. Stefán segir Íslendinga „mjög pottasækna þjóð“ og eykst áhugi þeirra þegar potturinn er margfaldur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »